Óska eftir fjársterkum lánveitanda, sem býður betur en bankarnir.

Ég er einn af mörgum Íslendingum sem kem aldrei til með að eignast þak yfir höfuð fjölskyldunnar ef að markaðurinn heldur sínu striki óbreyttu. Mig langar ekki til að sóa öllum mínum "eftirskatta"-peningum í bankana heldur vil ég frekar fara óhefðbundnar leiðir þegar allar leiðir virðast lokaðar.

Ég vil frekar borga vexti til einhvers sem ég treysti heldur en stofnun sem finnst eðlilegt að ákveðnir vextir af laununum mínum og viðbótar-lífeyrissparnaðnum mínum fáist í skilyrðislausri áskrift.

Íslendingar eru upp til hópa aumingjar þegar kemur að því að standa saman og þrýsta á breytingar eða bara að réttlæti sé viðhaft, þegar um samfélagslegt einelti eða mismunun er að ræða. Við getum einfaldlega ekki staðið saman því að oftast finnst okkur ekkert koma okkur við og gleymum því að röðin kemur líklegast að okkur einhverntíma.

Flestir bankanna hafa beitt okkur landsmenn misrétti og hafa misbeitt valdi sínu sjálfum sér til hagsbóta. Ég vil ekki heyra svona bull eins og "vegna slæmrar stöðu núna í haust" - þá höfum við ákveðið að hækka vexti fasteignalána upp í "fáránlegt". -Well viti menn, mér er bara ekki sérlega skemmt lengur.. á ég þá að taka fasteignalán til 25/40 ára á "fáránlegum" vöxtum bara vegna þess að fíflin í bankanum sáu að það væri slæm staða núna í haust. Hvað er að ykkur?

Af hverju getum við ekki tekið okkur saman og hætt þessum aumingjaskap og tæmt bankareikningana okkar hjá þeim bönkum sem bjóða okkur upp á þessi ömurlegu kjör (þeir þurfa hvort sem er ekkert á peningunum okkur að halda - segja þeir).

Kannski þurfa þeir ekki á peningunum okkar að halda, en þeir þurfa á trausti að og viðskiptavild að halda og ef viðskiptavinirnir segja upp reikninum sínum og flytja peningana sína yfir í banka sem býður mannsæmandi lánakjör þá sjáum við hvað við landsmenn erum megnug um (munið Northern Rock).

Ég óska eftir fjársterkum lánveitanda, sem býður betur en bankarnir og veitir mér möguleika á að eignast þak yfir höfuð fjölskyldunnar minnar.

bestu kveðjur,

Sigurgeir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Superman

Höfundur

Sigurgeir Gíslason
Sigurgeir Gíslason
Höfundurinn skrifar á eigin ábyrgð, en starfar hjá Marel og er útskrifaður verkfræðingur frá Álaborgarháskóla í DK

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • TruverdugleikiAlGore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband