Þrjú morð og eitt frítt

Íslenskt réttarkerfi, í samanburði við það bandaríska finnst mér það að stærstum hluta frekar heilbrigt, en það á sína bresti líka. 

Á Íslandi er maður alinn upp við að aftökur séu rangar, sem er líka mitt persónulega álit. En of vægir dómar eru líka jafnrangir og er hægt að setja þá að jöfnu við aftökur. Ég fæ þá niðurstöðu með því að skoða afsláttardómana í hinu íslenska réttarkerfi. Afsláttarkerfið virkar þannig:

"Ef maður fremur morð, kannski tvö eða jafnvel þrjú þá á maður möguleika á frelsi í samfélaginu þegar maður væri búinn að afplána "lífstíðardómana" þökk sé góðri hegðun á refsitímanum. Maður gæti svo drepið þann næsta og svo koll af kolli þar til maður væri búinn að safna sér nógu mörgum morðum og sýndi nógu góða hegðun á afplánunartímanum þá fengi maður að lokum svona "bónus" fyrir góð viðskipti. Þetta virkaði svona eins og klippikort..."

Í bandaríkjunum fara aftökurnar fram á vegum hins opinbera, en á íslandi gera dómarnir það mögulegt að aftökur sé í höndum dæmdra manna sem hafa sýnt góða hegðun á afplánunartímanum, þetta er þó ekki gagnrýni á dæmda menn þar sem þeir stýra kerfinu engan veginn.

Út frá hvaða forsendum er það í lagi að dómarar geti dæmt svo vægt eins og raun ber vitni?

Liggur ástæðan í því að nauðgun/barnaníð er verðlögð eftir ákveðinni krónutölu. Gæti það verið metið útfrá vinnutapi á meðan nauðgun á sér stað, og þá vinnutap gerandans eða fórnarlambsins? Börn tapa t.d. engum tekjum á meðan þau verða fyrir svona glæp, er það þessvegna sem dómarnir eru svona vægir?

Það hefur áður verið bent á að dómar í skattsvikamálum eru þyngri heldur en í kynferðisdómsmálum. Það gefur vísbendingu (en ekki fullvissu) um að dómar séu metnir eftir krónutölu sem ríkið verður af vegna ákveðinna glæpa. Það sem hinsvegar er ekki endilega tekið inn í reikninginn er að aðstandendur missa löngun til að vinna vinnuna sína eftir fullri getu eftir svona áfall, auk þess sem fórnarlömbin verða að andlegum öryrkjum og ríkið tapar mun meira en bara nokkrum krónum á hverju fórnarlambi.

Fáránlegir dómar kalla fram fáránlegar spurningar.  Mér hefur verið bent á að ástæða fyrir vægum dómum sé að stórum hluta vegna þess að það þurfi að vera fordæmi í dómi til að það sé hægt að dæma þyngra heldur en hefur verið gert. Eru dómsvaldshafar of miklir kjúklingar til að setja nýtt fordæmi? Þeir virðast allavega leggja meiri vinnu í að berjast fyrir sínum launakjörum heldur en að leggja fordæmi fyrir nauðgunar/barnaníðs dómum.

Er það skrýtið að maður láti hugann aðeins reika og reyni að finna rót vandans og leiti eftir hverjir eru mestu gungurnar í réttarkerfinu?

Þangað til ég fæ betri útskýringu á hvernig íslenska réttarkerfið virkar, þá hallast ég að mínum eigin pælingum.


mbl.is Yfir 200 mótmælabréf hafa borist Hæstarétti í tölvupósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Superman

Höfundur

Sigurgeir Gíslason
Sigurgeir Gíslason
Höfundurinn skrifar á eigin ábyrgð, en starfar hjá Marel og er útskrifaður verkfræðingur frá Álaborgarháskóla í DK

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • TruverdugleikiAlGore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband