Tek ekki ábyrgð á mínum skuldum við bankana ;)

Ég ætla að skella fram nokkrum hugmyndum sem mér finnst þess vert að pæla í:

Stjórnvöld fara fram á það við skítugann almúgann að framundan séu harðir tímar þar sem almúginn þurfi að taka á sig þær þungu ábyrgðir sem bankakerfið hafi skilið eftir sig. Stjórnvöldin hafa enn ekki líst yfir vilja til að deila byrgðinni með því að endurskoða eftirlaunafrumvarpið.

Stjórnvöld varpar öndinni léttar því að ísland verður ekki gjaldþrota, en það er gert með þeim hætti að skapa sér óvild og hatur þeirra þjóða sem eru líklegar til að styðja við bakið á okkur á erfiðum tímum. Það er líka gert með þeim hætti að mikilvæg viðskiptasambönd eru líkleg til að bíða hnekki og skilja eftir sig enn meira fjárhagslegt tjón fyrir Íslensku þjóðina heldur en þörf er á.

Hvað koma glötuð viðskiptasambönd og til með að kosta þjóðina næstu árin ef svona samningsbrestur verður að veruleika. Trúverðugleiki þjóðarinnar og íslenskra fyrirtækja er lagður að veði með svona illa ígrunduðum yfirlýsingum..

Er Davíð Oddson forsætisráðherra eða er Geir H. Haarde forsætisráðherra? Það er ljóst hver ber starfstitilinn, en það er ekki á hreinu hvor þeirra hegðar sér sem slíkur.

Ísland gæti jafnað sig á svona áfalli með því að gera ekki heiðarlega tilraun til þess að uppfylla þær skuldbindingar sem það hefur undirgengist, en það myndi standa eftir einangrað og vinafátt og uppbygging myndi taka mun lengri tíma heldur en þörf er á.

Bankarnir hafa svikið þjóðina með því að rúa mig og restina af hinum skítuga almúga verðmætum mörg ár inn í framtíðina auk þess sem börnin okkar koma til með að þurfa að bera hluta af þessum byrgðum. Ég fór þeí að velta eftirfarandi fyrir mér:

Má ég kannski heimfæra þessa afstöðu stjórnvalda upp á mig sjálfan? Takk fyrir Geir, þú hefur sem fyrirmynd gefið mér réttlætingu á því að forðast það að greiða mínar persónulegu skuldir við bankana.

Getum við kannski fært Bretum málamiðlun á þessari stöðu með því að framselja þessa umtöluðu 20-30 einstaklinga til þeirra upp í skuldina þar sem þeir gætu unnið mismuninn af þjóðinni. Það væri ekkert smá flott að hafa 20-30 heimsins dýrustu ræstitæknana í vinnu hjá sér í Bretlandi.


mbl.is Ekki lengur hætta á þjóðargjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ég skora á alla Íslendinga að standa nú saman og greiða ekki skuldir sínar við bankana eða ríkið. Ef allir neita að borga er ekkert hægt að gera. Það er lágmark að ríkið standi við skyldur sínar þótt um sé að ræða erlenda sparifjáreigendur í þarlendum greinum íslenskra banka. Svo ætti ríkisstjórnin að setja neyðarlög sem heimila þeim að leggja hald á allar eignir glæpamannanna 20-30 sem hafa komið öllu til helvítis hérna, þ.m.t. hlutabréfum þeirra í verslunarkeðjum og öllum öðrum fyrirtækjum auk brjálæðislega flottra híbýla, bifreiða, einkaþotna, snekkja og öllu öðru verðmætu lausafé sem meðaljónin hefði ekki efni á þar sem þau verðmæti eru að langmestu leyti fengin með illa fengnu fé sem aðrir þurfa nú að greiða fyrir þá. Elta þessa andskota uppi út um allan heim þar sem þeir hafa komið þýfinu undan á erlendum reikningum og í erlendum eignum.

corvus corax, 8.10.2008 kl. 11:54

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Djöfull ertu orðljótur, Corvus. Djöfull er ég sammála þér.

Villi Asgeirsson, 8.10.2008 kl. 12:34

3 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Eitt finnst mér furðulegt í þessu öllu saman að ríkisstjórnin ákveður að taka yfir suma hluti en aðrir eiga bara að "detta" niður af borðinu. Er þetta hægt ?.  Voru bankarnir ekki orðnir einkavæddir. Á ríkið að  ganga í ábyrgð fyrir einkahlutafélag. Ef mitt einkahluta félag fer á hausinn ætlar þá ríkið að bjarga því?  Ég meina, hér er eitthvað ekki alveg í lagi. Kannski löglegt en allavega siðlaust.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 8.10.2008 kl. 13:56

4 Smámynd: Sigurgeir Gíslason

Að því er virðist þá er ríkisstjórnin og seðlabankinn orðin ráðþrota og öll þeirra viðbrögð virðast einkennast af fálmi og óreiðu. Það að taka yfir eitt hlutafélag en ekki eitthvað annað er líklega hluti af þessari óreiðu að einhverju leiti. Það eru að sjálfsögðu einhverjar reiknireglur sem menn styðjast við þegar þeir taka þessar ákvarðanir eins og að lágmarka skaðann. 

Það virðist ekki vera til neitt ákveðið áfallaplan sem er ætlað til að taka á svona stórum áföllum í fjármálaheiminum og það er heldur ekki eins og menn séu að tala sama máli í stjórnkerfinu okkar og það skapar óvissu og ringulreið. Bretar eru reiðir að því að leiðtogarnir okkar tala út einhverja markleysu í hugsanaleysi. Menn þurfa að tala sama máli til að einhver trúverðugleiki sitji eftir á stjórnkerfinu okkar.

Það að lýsa því yfir að við þurfum líklega ekki hjálp annarra og aftþakka aðstoð alþjóða gjaldeyrissjóðsins ætti að teljast til of bráðra viðbragða þar sem úttekt á kerfinu okkar er ekki of langt á leið komin.

Kannski er ekki vilji fyrir því að alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sjái hverskonar bitlunga-spillingar-kerfi þrífst á skerinu okkar og að þeir fái tímabundin völd til að taka á því og setja gegnsærra kerfi á.

Það er ekki til lítilsvirðingar að opinbera veikleika fjármálakerfisins, ef það er tekist á við vandann og haldið fram á við.

Sigurgeir Gíslason, 8.10.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Superman

Höfundur

Sigurgeir Gíslason
Sigurgeir Gíslason
Höfundurinn skrifar á eigin ábyrgð, en starfar hjá Marel og er útskrifaður verkfræðingur frá Álaborgarháskóla í DK

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • TruverdugleikiAlGore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband