Siðmenntar-trú vs. kristin-trú

Sú mynd sem ég hef af siðmenntarmönnum skapast af framgöngu þeirra háværustu og það gæti vel verið að hún bjagist aðeins af framgöngu þeirra sem gefa sig út fyrir að tala með þeirra málstað.

Sú mynd sem þessi talshópur gefur af sér í fjölmiðlum er fátt annað en "and"-kristið trúboð sem lýsir sér í alhæfingum um kristið fólk og kristna trú. Gott dæmi um þetta má sjá í bloggi "doktorE" (29.11.2007|14:52), þar sem má sjá teiknimyndasögu sem myndi sóma sér vel í hvaða "bakpoka-trúboða"-tímariti sem er.

Það sem ég virði við þá sem boða "and-kristna" trú er eljan og dugnaðurinn sem þeir leggja á sig til að snúa hinum óupplýstu til "réttrar" trúar. Þessi trúboðs-kraftur einn og sér ætti að duga til að gera hvaða Mormóna sem er öfundsjúkan.

Kristin trú byggir á að Jesú hafi uppfyllt lögmálið (einföldun: reglugerðirnar í Gamla Testamentinu) og Nýja testamentið er því trúarhandbók kristinna manna þeas uppfærsla á Gamla Testamentinu. Trúin á ekki að byggja á kirkjunni, heldur á kirkjan að byggja á trúnni. Hlutverk kristinnar kirkju er að benda fólki á Jesú hafi uppfært lögmál Gamla testamentisins yfir í Nýja testamentið.
Lögmálið í gamla testamentinu er vægast sagt ekki vinsamlegt gagnvart gagnvart samkynhneigðum og þeir virðast ekki eiga mikla von þar, en ef maður les lögmálið í gegn þá ætti manni fljótt að vera það ljóst að gagnkynhneigðir eiga víst ekki heldur mikla von heldur frammi fyrir Guði. Uppfærsla Jesú á gamla testamentinu gildir fyrir alla þá sem vilja tileinka sér kristna trú, líka gagnvart samkynhneigðum. Þarna hafið þið það ...

Ég er hinsvegar ekki sammála þeim rökum sem er beitt til að skammast yfir kristninni, t.d. að:
- Kristin trú á ekki rétt á sér útaf Spænska rannsóknarréttinum! (Á að að skamma alla þá sem aðhyllast trúna fyrir að kirkjan hafi brugðist hlutverki sínu? Er þetta ekki eins og að skamma skólakrakka sem mæta í tíma, fyrir skróp þeirra sem ekki mæta?).
- Kristin trú kennir umburðarlyndi -og þess vegna á kirjan (á Íslandi) að halda kjafti "alltaf" og láta sparka í sig liggjandi! (Umbuðarlyndi er eitt misnotaðasta orð nútímans, kirkjan á alltaf að lúffa vegna umburðarlyndis á meðan allir aðrir mega fara stórum. HVAÐ er AÐ??)

Ég er sammála því að almenn trúarbragðafræðsla skuli vera í skólum, en ósammála þeim með þingsályktunartillöguna.
Ég er ósammála því að þurrka út öll ummerki um sögu og arfleifð þessarar þjóðar bara til að þóknast "pólitískri rétthugsun". Innflytjendur sem ákveða að flytja búferlum til nýs lands mega eiga von á því að þurfa að laga sig að menningu þeirrar þjóðar sem þeir flytja til, þó svo þeir geti haldið í þá arfleifð sem þeir eiga fyrir. Getur maður ekki spurt sig að sama skapi hvort þjóðir heims "eigi" ekki að laga sig að hefðum og arfleifðum innflytjendum til að þóknast "pólitískri rétthugsun".


- kv. Sigurgeir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og hvert er lögmálið?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2007 kl. 17:02

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

The ancient Greek philosopher Socrates taught his students that the pursuit of truth can only begin once they start to question and analyze every belief that they ever held dear.

If a certain belief passes the tests of evidence, deduction, and logic, it should be kept. If it doesn't, the belief should not only be discarded, but the thinker must also then question why he was led to believe the erroneous information in the first place.

Not surprisingly, this type of teaching didn't sit well with the ruling elite of Greece. Many political leaders throughout history have always sought to mislead the thinking of the masses. Socrates was tried for "subversion" and for "corrupting the youth". He was then forced to take his own life by drinking poison. It's never easy being an independent thinker!

Today, our ruling government/media complex doesn't kill people for pursuing the truth about the world (at least not yet!)  They simply label them as "extremists"  or "paranoid",  destroying careers and reputations in the process. For many, that's a fate even worse than drinking poison hemlock!

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2007 kl. 17:07

3 Smámynd: Linda

Þakka þér fyrir, fín grein hjá þér.

Linda, 30.11.2007 kl. 17:23

4 Smámynd: Sigurgeir Gíslason

Veriði sæl,

í þessu samhengi þegar ég tala um "lögmálið" þá á ég við þær leikreglur sem birtast í mósebókunum og þessar leikreglur voru ætlaðar fyrir þá sem aðhylltust gyðingdóm. Tilgangur þeirra var að leiðbeina fylgjendunum hvernig þeir ættu að haga lífi sínu með það að markmiði að eignast elíft líf í nærveru Guðs síns í "eftir-lífinu". Ef ég er heiðarlegur gagnvart sjálfum mér, þá á ég ekki nokkurn séns á þvi að komast í gegnum "nálarauga" lögmálsins, einfaldlega því ég er "mennskur".

Á hinn bóginn þá er það góð regla að láta ekki aðra matreiða ofan í sig einhvern sannleika án þess að vera gagnrýninn, jafnvel á þá sem við virðum og lítum upp til. Þetta ætti maður að hafa í huga hvort sem maður er fylgjandi kristinnar trúar, "siðmenntar" trúar eða bara eitthvað allt annað...

Takk fyrir mig,

-Sigurgeir

Sigurgeir Gíslason, 1.12.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Superman

Höfundur

Sigurgeir Gíslason
Sigurgeir Gíslason
Höfundurinn skrifar á eigin ábyrgð, en starfar hjá Marel og er útskrifaður verkfræðingur frá Álaborgarháskóla í DK

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • TruverdugleikiAlGore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband