9.4.2008 | 14:00
Ölmusustofnun Íslenskra Námsmanna ;)
Ég lauk 4 ára námi erlendis á síðasta ári og hef skoðun á þessu máli.
Starfsfólk LÍN reyndist mér eins vel eins og þeim var mögulegt, en oft var þeim ekki gert mögulegt að hjálpa manni vegna fáránlegra reglna. Það sem stingur námsmann í hjartað og ekki síst ef hann er að framfleyta fjölskyldu eru reglur eins og þær sem snúa að útreikningum á námslánun og hvenær þau eru greidd út.
LÍN hefur svokallaða framfærslutöflu til viðmiðunar á heimasíðu sinni sem áætlar hvað er eðlileg grunnframfærsla námsmanns og fjölskyldu í viðkomandi landi. Það sem ég hef oft velt fyrir mér er einfaldlega: Af hverju er námsfólki ekki greitt beint út í þeim gjaldmiðli sem þeir þurfa að framfleyta sér með, í stað þess að greiða upphæðina út í Íslenskum krónum og svo greiða þetta út eftirá? Af hverju er staða íslensku krónunnar gagnvart viðkomandi gjaldmiðli ráða því hvað maður fær útborgað í viðkomandi gjaldmiðli? Það munaði stundum um 50-100 þús. íkr. á önn á yfirdráttarláni og útborguðu LÍN láni, og svo dugir það skammt og yfirdrátturinn vex og vex.
Af hverju er gert ráð fyrir að námsmenn þurfi að framfleyta sér minna heldur en annað fólk og fái námslánin að lokinni önn eða námsári þegar þeir þurfa reglulega að standa skil á húsaleigu, mat, samgöngum, osfrv.? Af hverju er ekki gert ráð fyrir að námsmenn þurfi framfærslu yfir sumarið þegar þeir eru erlendis, það er nefnilega ekki alltaf að borga sig fjárhagslega að fara heim til Íslands í 1-2 mánuði og vinna þar.
Af hverju fær maður alltaf að heyra það að maður sé bara í góðum málum og sé heppinn að fá þessi lán, er fólk ekki að fatta að þetta eru lán en ekki gjafir eða ölmusa, þetta þarf allt að borga til baka með vöxtum þó svo að þeir séu á hagstæðum kjörum miðað við annað á Íslandi.
[Ps.] Fjárhagslega langaði mig ekki að koma til Íslands, en fjölskyldan hefur djúpar rætur eins og flestir Íslendingar þekkja og auk þess hefur bankinn sem ræður yfirdráttinum manns mikil völd ...
Vilja fyrirframgreiðslur námslána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Superman
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.