Færsluflokkur: Bloggar
13.9.2009 | 12:57
Bretar krefja USA um ríkisábyrgð vegna Bernard Madoff
Eru örugglega ekki fleiri en ég sem hafa velt eftirfarndi fyrir sér:
Leita Bretar réttar síns í valdi aflsmunar, eingöngu þegar um varnarlausari og minni ríki er að ræða. Af hverju hefur maður ekki heyrt að bretar beyti sér jafn hart gagnvart USA þar sem breskir bankar og einkaaðilar töpuðu líka háum upphæðum í vörslu Bernard Madoff?
Á listanum yfir þá sem töpuðu inneignum sínum hjá Madoff má td. finna Royal Bank of Scotland sem tapaði um 330 milljónum dollara ...
... bara að pæla ;)
Bankahrun líkist máli Madoffs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 14:57
Hversu mikið var hún myrt ??
Ég vil ekki vera að hæðast að ógæfu annarra, en þetta er erfitt að standast það að hlæja að þessari þýðingu ;)
"Monica Napoleoni, yfirmaður morðrannsóknadeildar lögreglunnar í í Perugia á Ítalíu, staðfesti fyrir rétti í dag að sönnunargögn í málaferlunum gegn bandarísku stúlkunni Amanda Knox og ítalska piltunum Raffaele Sollecito hafi ekki verið fjarlægð af vettvangi fyrr en sex vikum eftir morðið á bresku stúlkunni Meredith Kercher."
...
"Þau hafi flissað, hlegið og grett sig hvort framan í annað og Kercher m.a. hafa stytt sér stundir við það á lögreglustöðinni að fara í heljarstökk."
Þá kemur að spurningu dagsins: Hversu dáin var Kercher ???
Sönnunargögn lágu vikum saman á vettvangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2008 | 09:49
Gjaldeyrisvaraforðann frá Bretlandi
Geri mér grein fyrir að það skiptir Bretana ekki miklu fjárhagslegam, en sú aðgerð að færa gjaldeyrisvaraforðann til vinveittari þjóðar Noregs, Sviss ... gefur okkur færi á að lýsa yfir óánægju okkar með meðferð Breta á okkur sem þjóð. Annað væri að allar gjaldeyrisfærslur sem að öllu jöfnu færu milli Bretlandi til Íslands færu t.d. til aðila (milliliðs) sem er treystandi til að koma greiðslum til skila s.s. Noregs meðan ástandið er svona eldfimt.
Ísland í fjárhagslegri herkví Breta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2008 | 10:38
Tek ekki ábyrgð á mínum skuldum við bankana ;)
Ég ætla að skella fram nokkrum hugmyndum sem mér finnst þess vert að pæla í:
Stjórnvöld fara fram á það við skítugann almúgann að framundan séu harðir tímar þar sem almúginn þurfi að taka á sig þær þungu ábyrgðir sem bankakerfið hafi skilið eftir sig. Stjórnvöldin hafa enn ekki líst yfir vilja til að deila byrgðinni með því að endurskoða eftirlaunafrumvarpið.
Stjórnvöld varpar öndinni léttar því að ísland verður ekki gjaldþrota, en það er gert með þeim hætti að skapa sér óvild og hatur þeirra þjóða sem eru líklegar til að styðja við bakið á okkur á erfiðum tímum. Það er líka gert með þeim hætti að mikilvæg viðskiptasambönd eru líkleg til að bíða hnekki og skilja eftir sig enn meira fjárhagslegt tjón fyrir Íslensku þjóðina heldur en þörf er á.
Hvað koma glötuð viðskiptasambönd og til með að kosta þjóðina næstu árin ef svona samningsbrestur verður að veruleika. Trúverðugleiki þjóðarinnar og íslenskra fyrirtækja er lagður að veði með svona illa ígrunduðum yfirlýsingum..
Er Davíð Oddson forsætisráðherra eða er Geir H. Haarde forsætisráðherra? Það er ljóst hver ber starfstitilinn, en það er ekki á hreinu hvor þeirra hegðar sér sem slíkur.
Ísland gæti jafnað sig á svona áfalli með því að gera ekki heiðarlega tilraun til þess að uppfylla þær skuldbindingar sem það hefur undirgengist, en það myndi standa eftir einangrað og vinafátt og uppbygging myndi taka mun lengri tíma heldur en þörf er á.
Bankarnir hafa svikið þjóðina með því að rúa mig og restina af hinum skítuga almúga verðmætum mörg ár inn í framtíðina auk þess sem börnin okkar koma til með að þurfa að bera hluta af þessum byrgðum. Ég fór þeí að velta eftirfarandi fyrir mér:
Má ég kannski heimfæra þessa afstöðu stjórnvalda upp á mig sjálfan? Takk fyrir Geir, þú hefur sem fyrirmynd gefið mér réttlætingu á því að forðast það að greiða mínar persónulegu skuldir við bankana.
Getum við kannski fært Bretum málamiðlun á þessari stöðu með því að framselja þessa umtöluðu 20-30 einstaklinga til þeirra upp í skuldina þar sem þeir gætu unnið mismuninn af þjóðinni. Það væri ekkert smá flott að hafa 20-30 heimsins dýrustu ræstitæknana í vinnu hjá sér í Bretlandi.
Ekki lengur hætta á þjóðargjaldþroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.4.2008 | 14:00
Ölmusustofnun Íslenskra Námsmanna ;)
Ég lauk 4 ára námi erlendis á síðasta ári og hef skoðun á þessu máli.
Starfsfólk LÍN reyndist mér eins vel eins og þeim var mögulegt, en oft var þeim ekki gert mögulegt að hjálpa manni vegna fáránlegra reglna. Það sem stingur námsmann í hjartað og ekki síst ef hann er að framfleyta fjölskyldu eru reglur eins og þær sem snúa að útreikningum á námslánun og hvenær þau eru greidd út.
LÍN hefur svokallaða framfærslutöflu til viðmiðunar á heimasíðu sinni sem áætlar hvað er eðlileg grunnframfærsla námsmanns og fjölskyldu í viðkomandi landi. Það sem ég hef oft velt fyrir mér er einfaldlega: Af hverju er námsfólki ekki greitt beint út í þeim gjaldmiðli sem þeir þurfa að framfleyta sér með, í stað þess að greiða upphæðina út í Íslenskum krónum og svo greiða þetta út eftirá? Af hverju er staða íslensku krónunnar gagnvart viðkomandi gjaldmiðli ráða því hvað maður fær útborgað í viðkomandi gjaldmiðli? Það munaði stundum um 50-100 þús. íkr. á önn á yfirdráttarláni og útborguðu LÍN láni, og svo dugir það skammt og yfirdrátturinn vex og vex.
Af hverju er gert ráð fyrir að námsmenn þurfi að framfleyta sér minna heldur en annað fólk og fái námslánin að lokinni önn eða námsári þegar þeir þurfa reglulega að standa skil á húsaleigu, mat, samgöngum, osfrv.? Af hverju er ekki gert ráð fyrir að námsmenn þurfi framfærslu yfir sumarið þegar þeir eru erlendis, það er nefnilega ekki alltaf að borga sig fjárhagslega að fara heim til Íslands í 1-2 mánuði og vinna þar.
Af hverju fær maður alltaf að heyra það að maður sé bara í góðum málum og sé heppinn að fá þessi lán, er fólk ekki að fatta að þetta eru lán en ekki gjafir eða ölmusa, þetta þarf allt að borga til baka með vöxtum þó svo að þeir séu á hagstæðum kjörum miðað við annað á Íslandi.
[Ps.] Fjárhagslega langaði mig ekki að koma til Íslands, en fjölskyldan hefur djúpar rætur eins og flestir Íslendingar þekkja og auk þess hefur bankinn sem ræður yfirdráttinum manns mikil völd ...
Vilja fyrirframgreiðslur námslána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2007 | 16:50
Siðmenntar-trú vs. kristin-trú
Sú mynd sem ég hef af siðmenntarmönnum skapast af framgöngu þeirra háværustu og það gæti vel verið að hún bjagist aðeins af framgöngu þeirra sem gefa sig út fyrir að tala með þeirra málstað.
Sú mynd sem þessi talshópur gefur af sér í fjölmiðlum er fátt annað en "and"-kristið trúboð sem lýsir sér í alhæfingum um kristið fólk og kristna trú. Gott dæmi um þetta má sjá í bloggi "doktorE" (29.11.2007|14:52), þar sem má sjá teiknimyndasögu sem myndi sóma sér vel í hvaða "bakpoka-trúboða"-tímariti sem er.
Það sem ég virði við þá sem boða "and-kristna" trú er eljan og dugnaðurinn sem þeir leggja á sig til að snúa hinum óupplýstu til "réttrar" trúar. Þessi trúboðs-kraftur einn og sér ætti að duga til að gera hvaða Mormóna sem er öfundsjúkan.
Kristin trú byggir á að Jesú hafi uppfyllt lögmálið (einföldun: reglugerðirnar í Gamla Testamentinu) og Nýja testamentið er því trúarhandbók kristinna manna þeas uppfærsla á Gamla Testamentinu. Trúin á ekki að byggja á kirkjunni, heldur á kirkjan að byggja á trúnni. Hlutverk kristinnar kirkju er að benda fólki á Jesú hafi uppfært lögmál Gamla testamentisins yfir í Nýja testamentið.
Lögmálið í gamla testamentinu er vægast sagt ekki vinsamlegt gagnvart gagnvart samkynhneigðum og þeir virðast ekki eiga mikla von þar, en ef maður les lögmálið í gegn þá ætti manni fljótt að vera það ljóst að gagnkynhneigðir eiga víst ekki heldur mikla von heldur frammi fyrir Guði. Uppfærsla Jesú á gamla testamentinu gildir fyrir alla þá sem vilja tileinka sér kristna trú, líka gagnvart samkynhneigðum. Þarna hafið þið það ...
Ég er hinsvegar ekki sammála þeim rökum sem er beitt til að skammast yfir kristninni, t.d. að:
- Kristin trú á ekki rétt á sér útaf Spænska rannsóknarréttinum! (Á að að skamma alla þá sem aðhyllast trúna fyrir að kirkjan hafi brugðist hlutverki sínu? Er þetta ekki eins og að skamma skólakrakka sem mæta í tíma, fyrir skróp þeirra sem ekki mæta?).
- Kristin trú kennir umburðarlyndi -og þess vegna á kirjan (á Íslandi) að halda kjafti "alltaf" og láta sparka í sig liggjandi! (Umbuðarlyndi er eitt misnotaðasta orð nútímans, kirkjan á alltaf að lúffa vegna umburðarlyndis á meðan allir aðrir mega fara stórum. HVAÐ er AÐ??)
Ég er sammála því að almenn trúarbragðafræðsla skuli vera í skólum, en ósammála þeim með þingsályktunartillöguna.
Ég er ósammála því að þurrka út öll ummerki um sögu og arfleifð þessarar þjóðar bara til að þóknast "pólitískri rétthugsun". Innflytjendur sem ákveða að flytja búferlum til nýs lands mega eiga von á því að þurfa að laga sig að menningu þeirrar þjóðar sem þeir flytja til, þó svo þeir geti haldið í þá arfleifð sem þeir eiga fyrir. Getur maður ekki spurt sig að sama skapi hvort þjóðir heims "eigi" ekki að laga sig að hefðum og arfleifðum innflytjendum til að þóknast "pólitískri rétthugsun".
- kv. Sigurgeir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.11.2007 | 13:28
Óska eftir fjársterkum lánveitanda, sem býður betur en bankarnir.
Ég er einn af mörgum Íslendingum sem kem aldrei til með að eignast þak yfir höfuð fjölskyldunnar ef að markaðurinn heldur sínu striki óbreyttu. Mig langar ekki til að sóa öllum mínum "eftirskatta"-peningum í bankana heldur vil ég frekar fara óhefðbundnar leiðir þegar allar leiðir virðast lokaðar.
Ég vil frekar borga vexti til einhvers sem ég treysti heldur en stofnun sem finnst eðlilegt að ákveðnir vextir af laununum mínum og viðbótar-lífeyrissparnaðnum mínum fáist í skilyrðislausri áskrift.
Íslendingar eru upp til hópa aumingjar þegar kemur að því að standa saman og þrýsta á breytingar eða bara að réttlæti sé viðhaft, þegar um samfélagslegt einelti eða mismunun er að ræða. Við getum einfaldlega ekki staðið saman því að oftast finnst okkur ekkert koma okkur við og gleymum því að röðin kemur líklegast að okkur einhverntíma.
Flestir bankanna hafa beitt okkur landsmenn misrétti og hafa misbeitt valdi sínu sjálfum sér til hagsbóta. Ég vil ekki heyra svona bull eins og "vegna slæmrar stöðu núna í haust" - þá höfum við ákveðið að hækka vexti fasteignalána upp í "fáránlegt". -Well viti menn, mér er bara ekki sérlega skemmt lengur.. á ég þá að taka fasteignalán til 25/40 ára á "fáránlegum" vöxtum bara vegna þess að fíflin í bankanum sáu að það væri slæm staða núna í haust. Hvað er að ykkur?
Af hverju getum við ekki tekið okkur saman og hætt þessum aumingjaskap og tæmt bankareikningana okkar hjá þeim bönkum sem bjóða okkur upp á þessi ömurlegu kjör (þeir þurfa hvort sem er ekkert á peningunum okkur að halda - segja þeir).
Kannski þurfa þeir ekki á peningunum okkar að halda, en þeir þurfa á trausti að og viðskiptavild að halda og ef viðskiptavinirnir segja upp reikninum sínum og flytja peningana sína yfir í banka sem býður mannsæmandi lánakjör þá sjáum við hvað við landsmenn erum megnug um (munið Northern Rock).
Ég óska eftir fjársterkum lánveitanda, sem býður betur en bankarnir og veitir mér möguleika á að eignast þak yfir höfuð fjölskyldunnar minnar.
bestu kveðjur,
Sigurgeir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 11:30
Trúverðugleikinn farinn í hundana..
Þegar ég sá myndina hans Al Gore, þá var ég sammála að mörgu leyti. Það er á okkar ábyrgð að fara vel með jörðina okkar, eins og okkur er mögulegt. Á sama tíma og mér fannst hann segja augljósan sannleika, þá pirraði það mig líka að hann var að reyna að hræða fólk til að fylgni við sig og sína sannfæringu. En svo á ca. 21 mínútu í myndinni sá ég stutt myndskeið sem stakk mig í augun, það mikið að ég ákvað að horfa á hana aftur, því að þarna var eitthvað sem var verulega rangt með myndmál farið. Þarna var um "vel rannsakað" línurit að ræða byggt á öruggum gögnum, sem sýndi fylgni milli "kuldioxid" og hitastigs síðustu 650.000 ár. Ef betur er að gáð, þá má sjá að í grafinu kemur fram gróf villa, þar sem niðurstaðan bakkar í tíma yfir nokkurra þúsund ára tímabil og tekur 3 gildi á því tímabili.
Þessi villa rændi frá mér ánægjunni að horfa á restina á myndinni þar sem maðurinn hafði tapað trúverðugleikanum á einu augnabliki.
Leiða friðarverðlaun Gores til forsetaframboðs? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2007 | 12:57
Meirapróf fyrir hundaeigendur
Ég hef þurft að forða hundinum mínum bæði frá æstum Rottweiler, Schafer og Úlf-blendingi og tókst með naumindum að forða sjálfum mér og hundinum. Í öllum tilvikum börðu eigendurnir lausu hundana sína með leðurólunum sem þeir áttu að vera festir með. Þetta var í Danmörku en það breytir því ekki að svona vandamál eru ekki endilega bundin við eitt land frekar en annað.
Það sem ég áttaði mig mjög fljótlega á er að hundar verða yfirleitt hættulegir vegna vanrækslu í uppeldi eða illrar meðferðar en sumir eru það frá náttúrunnar hendi. Þessa hættu er oft hægt að takmarka með góðu uppeldi, strangri þjálfun varasamra tegunda - samt snýst þetta mest um að þjálfa og temja eigendur hundanna.
Það sem ég vil sjá er meirapróf fyrir hundaeigendur sem annaðhvort eru sjálfir varasamir eða eiga varasama hunda. Ef fólk getur ekki staðist svoleiðis próf þá er ekki fært að það hafi þá á meðal annars fólks/barna/hunda. Auðvitað leysir þetta ekki allan vanda, en þetta gæti hjálpað til við að lágmarka þá hættu sem stafar af þeim hundategundum sem eru þekktar fyrir að ráðast að öðrum hundum eða fólki.
Eigandinn beinbrotnaði og tvísýnt um líf hundsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2007 | 13:47
Þrjú morð og eitt frítt
Íslenskt réttarkerfi, í samanburði við það bandaríska finnst mér það að stærstum hluta frekar heilbrigt, en það á sína bresti líka.
Á Íslandi er maður alinn upp við að aftökur séu rangar, sem er líka mitt persónulega álit. En of vægir dómar eru líka jafnrangir og er hægt að setja þá að jöfnu við aftökur. Ég fæ þá niðurstöðu með því að skoða afsláttardómana í hinu íslenska réttarkerfi. Afsláttarkerfið virkar þannig:
"Ef maður fremur morð, kannski tvö eða jafnvel þrjú þá á maður möguleika á frelsi í samfélaginu þegar maður væri búinn að afplána "lífstíðardómana" þökk sé góðri hegðun á refsitímanum. Maður gæti svo drepið þann næsta og svo koll af kolli þar til maður væri búinn að safna sér nógu mörgum morðum og sýndi nógu góða hegðun á afplánunartímanum þá fengi maður að lokum svona "bónus" fyrir góð viðskipti. Þetta virkaði svona eins og klippikort..."
Í bandaríkjunum fara aftökurnar fram á vegum hins opinbera, en á íslandi gera dómarnir það mögulegt að aftökur sé í höndum dæmdra manna sem hafa sýnt góða hegðun á afplánunartímanum, þetta er þó ekki gagnrýni á dæmda menn þar sem þeir stýra kerfinu engan veginn.
Út frá hvaða forsendum er það í lagi að dómarar geti dæmt svo vægt eins og raun ber vitni?
Liggur ástæðan í því að nauðgun/barnaníð er verðlögð eftir ákveðinni krónutölu. Gæti það verið metið útfrá vinnutapi á meðan nauðgun á sér stað, og þá vinnutap gerandans eða fórnarlambsins? Börn tapa t.d. engum tekjum á meðan þau verða fyrir svona glæp, er það þessvegna sem dómarnir eru svona vægir?
Það hefur áður verið bent á að dómar í skattsvikamálum eru þyngri heldur en í kynferðisdómsmálum. Það gefur vísbendingu (en ekki fullvissu) um að dómar séu metnir eftir krónutölu sem ríkið verður af vegna ákveðinna glæpa. Það sem hinsvegar er ekki endilega tekið inn í reikninginn er að aðstandendur missa löngun til að vinna vinnuna sína eftir fullri getu eftir svona áfall, auk þess sem fórnarlömbin verða að andlegum öryrkjum og ríkið tapar mun meira en bara nokkrum krónum á hverju fórnarlambi.
Fáránlegir dómar kalla fram fáránlegar spurningar. Mér hefur verið bent á að ástæða fyrir vægum dómum sé að stórum hluta vegna þess að það þurfi að vera fordæmi í dómi til að það sé hægt að dæma þyngra heldur en hefur verið gert. Eru dómsvaldshafar of miklir kjúklingar til að setja nýtt fordæmi? Þeir virðast allavega leggja meiri vinnu í að berjast fyrir sínum launakjörum heldur en að leggja fordæmi fyrir nauðgunar/barnaníðs dómum.
Er það skrýtið að maður láti hugann aðeins reika og reyni að finna rót vandans og leiti eftir hverjir eru mestu gungurnar í réttarkerfinu?
Þangað til ég fæ betri útskýringu á hvernig íslenska réttarkerfið virkar, þá hallast ég að mínum eigin pælingum.
Yfir 200 mótmælabréf hafa borist Hæstarétti í tölvupósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Superman
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar